

Verkefnastjóri Viðhalds
Heimaleiga leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í framtíðarstarf á viðhaldssviði. Um er að ræða fullt starf, vinnutími er kl. 8–16 alla virka daga.
Framundan eru spennandi tímar og mun Umsjónarmaður / Verkefnastjóri viðhalds leika lykilhlutverk í að viðhalda gæðum fasteigna í umsýslu hjá Heimaleigu, auk þess að leiða stærri viðhaldsverkefni og hafa umsjón með öryggismálum.
-
Verkefnastjórn stærri viðhaldsverkefna
-
Umsjón með leyfum, úttektum og skoðunum
-
Eftirfylgni með eldvarna-, öryggis og viðhalds skoðunum.
-
Samskipti og samvinna við utanaðkomandi verktaka og þjónustuaðila
-
Styðja við teymi viðhaldsstarfsmanna
-
Önnur tilfallandi verkefni tengd viðhaldi og rekstri
-
Reynsla af verkefnastjórnun, helst á sviði viðhalds eða mannvirkja.
-
Þekking á leyfisferlum, skoðunum og öryggiskröfum er kostur
-
Iðnmenntun er kostur
-
Reynslu af teymisstjórnun.
-
Framsýni, skipulagshæfni og drifkraftur.
-
Mjög góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
-
Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti.













