

Verkefnastjóri ferða- og markaðsmála á Austurlandi
Ert þú kraftmikill verkefnastjóri? Liggur áhugi þinn í markaðssetningu Austurlands og eflingu landshlutans?
Austurbrú óskar eftir liðsauka í teymi Áfangastaðastofu Austurlands. Starfið felst í að vinna að verkefnum Áfangastaðastofu Austurlands (ÁA) þar sem markmiðið er uppbygging og markaðssetning landshlutans sem spennandi áfangastaðar. Verkefnin eru fjölbreytt s.s. samskipti við ferðaþjónustuaðila innan og utan Austurlands, gerð markaðsefnis og þátttaka í viðburðum innan og utan svæðis. Verkefnið er á svæðisvísu og verkefnastjóri mun vinna með hagaðilum á öllu Austurlandi. Verkefnastjóri tekur virkan þátt í teymisvinnu ÁA og þeim verkefnum Austurbrúar sem hafa samlegð með Áfangastaðastofunni.
Búseta á Austurlandi er skilyrði en verkefnastjóri getur valið hvaða starfsstöð Austurbrúar sem aðalsstarfsstöð.
Við leitum að verkefnastjóra sem á auðvelt með að greina kjarna verkefna, forgangsraða og vinna að skapandi lausum.
Ef þú vilt vinna að mikilvægum verkefnum sem efla Austurland, þá er þetta starfið fyrir þig!
- Þátttaka í öllu starfi markaðsteymis Áfangastaðastofu Austurlands.
- Stefnumótun og miðlun á hugmyndafræði Áfangastaðarins Austurlands.
- Samskipti við ytri hagaðila og stofnanir.
- Kortlagning og þróun ferðamannastaða.
- Gerð markaðsefnis og miðlun á þjónustu og viðburðum.
- Þátttaka í viðburðum og ferðasýningum.
- Þátttaka í eflingu Egilsstaðaflugvallar.
- Þverfagleg teymisvinna innan allra verkefna Austurbrúar.
- Önnur tengd og tilfallandi verkefni sem viðkomandi eru falin.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af ferðamálum er kostur.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Þekking á samfélagi svæðisins er kostur.
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og reynsla af teymisvinnu.
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, önnur tungumál kostur.
- Mjög góð tölvu- og tæknifærni (Office, samfélags- og vefmiðlar).
- Búseta á Austurlandi.
- Bílpróf.
Stytting vinnuvikunnar, sveigjanlegur vinnutími, reglulegir heimavinnudagar, heilsueflandi vinnustaður













