Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Viltu leiða öflugt teymi í upplýsingatækni í lyfjaiðnaði þar sem öryggi, gæði og nýsköpun skipta sköpum? Coripharma leitar að drífandi, lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi í starf deildarstjóra upplýsingatæknideildar.

Upplýsingatæknideild er stoðdeild innan verkfræðisviðs og þjónustar alla starfsemi fyrirtækisins. Hún ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi upplýsingakerfa og gagnagrunna, auk þess að veita almenna notendaþjónustu fyrir starfsfólk.

Starfsemi Coripharma þarf að uppfylla fjölbreyttar og strangar kröfur lyfjaiðnaðarins, þar á meðal GMP-reglur. Upplýsingatæknideildin gegnir lykilhlutverki í að tryggja að öll upplýsingakerfi og gagnagrunnar uppfylli þessar kröfur á hverjum tíma.

Í starfinu felst bæði stjórnendahlutverki og þátttaka í daglegum verkefnum teymisins, auk þess að leiða og stýra upplýsingatækniverkefnum innan fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Rekstur og viðhald upplýsingakerfa og tengds búnaðar
  • Tryggja að GMP-kröfur og öryggiskröfur um rekstur og gagnavistun séu uppfylltar
  • Leiðandi hlutverk í þróun upplýsingatæknilausna sem styðja við framþróun og hagkvæmni í rekstri
  • Umsjón með samskiptum og samningum við birgja og þjónustuaðila (vélbúnaður, hugbúnaður, gagnahýsing)
  • Skipulag og dagleg stjórnun deildarinnar, m.a. notendaþjónusta, þjálfun, og reglubundið viðhald
  • Áætlanagerð og rekstrarstýring deildarinnar
  • Þróun og efling teymisins
  • Leiða umbótaverkefni og stuðla að menningu stöðugra umbóta


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða í tölvunarfræði, tölvuverkfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu sviði
  • Reynsla af rekstri upplýsingakerfa í lyfjaiðnaði eða öðrum greinum með ströngum gæða- og öryggiskröfum er kostur
  • Þekking á framleiðsluumhverfi og framleiðslukerfum er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun og innleiðingu nýrra upplýsingakerfa
  • Þekking á netrekstri í iðnaðarumhverfi er kostur
  • Reynsla af öryggisvörnum og gagnavernd
  • Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli


Fríðindi

  • Mötuneyti
  • Sveigjanlegur vinnutími

Ef þú hefur ástríðu fyrir upplýsingatækni og vilt taka þátt í að móta framtíð lyfjaiðnaðarins – þá viljum við heyra frá þér!

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Umsóknarfrestur er til og með 5. október næstkomandi.

Hjá Coripharma starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka menntun og bakgrunn, í dag starfa um 220 einstaklingar hjá fyrirtækinu. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki.

Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 26 lyfjum og er með 21 ný lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Auglýsing birt18. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.TölvunarfræðingurPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækniPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar