Norðurál
Norðurál
Norðurál

Sérfræðingur í öryggismálum

Norðurál leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í öryggismálum en starfið heyrir undir öryggis-, umhverfis- og umbótasvið fyrirtækisins.

Verkefnin eru fjölbreytt í umhverfi þar sem stöðugar umbætur eru hafðar að leiðarljósi. Sérfræðingur í öryggismálum mun vinna með og eftir atvikum hafa umsjón með lykilferlum áhættustýringar og vinna náið með starfsfólki þvert á fyrirtækið þegar kemur að fræðslu og úrbótum í öryggismálum.

Norðurál hefur öryggi og heilbrigði í fyrirrúmi. Starfsfólk þekki áhættur og örugg vinnubrögð og að ekkert verk eigi að vinna við ótryggar aðstæður. Áhersla er lögð á virka þátttöku starfsfólks í forvörnum og umbótum. Hjá öryggisdeild Norðuráls vinnur hópur fulltrúa og sérfræðinga sem eru m.a. sérhæfð í áhættumati, áhættustjórnun og atvikarannsóknum. Öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins byggir á hugmyndafræði stöðugra umbóta og er vottað gagnvart ISO stöðlum.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Umsjón með lykilferlum öryggismála og umbótum á ferlum, s.s. áhættustýringu og atvikarannsóknum

·       Vinna að stöðugum úrbótum í öryggismálum með áherslu á áhættugreiningu starfa

·       Vinnsla og greining gagna

·       Leiða atvikarannsóknir á frávikum

·       Þjálfun og fræðsla í öryggismálum

·       Tryggja að vinnuaðstæður, búnaður og verklag sé í samræmi við öryggisstaðla

·       Samskipti við Vinnueftirlitið

·       Samskipti við Sjúkratryggingar Íslands

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun á sviði verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

·       Þekking og reynsla af öryggismálum

·       Kunnátta á vottuðum stjórnkerfum, uppsetningu ferla og umbótastarfi

·       Rík öryggis- og umhverfisvitund

·       Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

·       Hæfni í mannlegum samskiptum

Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfa
Starfsgreinar
Starfsmerkingar