
Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.

Sérfræðingi í áhættustýringu
Íslandsbanki leitar að sérfræðingi í áhættustýringu
Viltu taka þátt í að móta og efla áhættustýringu í einu stærsta fjármálafyrirtæki landsins? Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að ganga til liðs við deildina Umgjörð og eftirlit innan Áhættustýringar Íslandsbanka.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði áhættustýringar, sér í lagi sem snúa að eftirliti með rekstraráhættu. Viðkomandi fær tækifæri til þess taka þátt í þróun umgjarðar bankans um áhættustýringu og kemur að skýrslugjöf til stjórnenda, stjórnar og eftirlitsaðila. Í starfinu felst tækifæri til að taka þátt í mikilvægum verkefnum þvert á bankann.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með áhættumötum, atvikaskráningu og úttektaferlum
- Þróa og móta áhættumiðað og skilvirkt eftirlit með rekstraráhættu
- Innleiða og efla góða áhættumenningu innan bankans
- Fræðsla og ráðgjöf til starfsfólks og hagsmunaaðila
- Samskipti við eftirlitsaðila
- Sérhæfð greiningarverkefni og verkefnastýrin
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af áhættustýringu, innra eftirliti eða gæðaeftirliti
- Þekking á rekstraráhættu og fjármálamarkaði er kostur
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Tæknilegfærni og hæfni til að miðla efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
Auglýsing birt22. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁhættugreiningÁreiðanleikiDrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiHeiðarleikiHönnun ferlaInnleiðing ferlaJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNákvæmniSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurTeymisvinnaVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustustjóri
Olíudreifing

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Fjárfestingastjóri
Arctica Sjóðir

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Íslandsbanki

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Service Business Process Lead / System Owner PLM
Marel

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
Kvika banki hf.