Kvika banki hf.
Kvika banki hf.
Kvika banki hf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku veitir fyrirtækjum og fjárfestum sérhæfða ráðgjöf tengda fjárfestingum og fjármögnun til að mynda varðandi kaup og sölu fyrirtækja, fjármögnun verkefna og skráningu verðbréfa.

Við leitum að öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi til þess að starfa sem sérfræðingur og greinandi í fyrirtækjaráðgjöf. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, hafa mjög góða greiningarhæfni, hæfni í framsetningu gagna, og vilja til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Virðismöt og gerð virðismatslíkana

·         Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum á sviði fyrirtækjaráðgjafar

·         Gagnavinnsla og greining gagna

·         Skýrslugerð og framsetning kynningarefnis

·         Samskipti við viðskiptavini og eftirfylgni

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði

·         Yfirgripsmikil þekking á helstu verðmatsaðferðum

·         Færni við vinnslu og yfirferð áætlana og ársreikninga

·         Greiningarhæfni og færni í framsetningu gagna

·         Þekking á banka-, fjármála- og/eða fyrirtækjarekstri

·         Þjónustulund, rökfesta og eftirfylgni

·         Samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæði i starfi.

Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur25. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar