
Eignaumsjón hf
Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og brautryðjandi í þessari þjónustu hér á landi. Fyrirtækið var stofnað haustið 2000 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignaumsjónar eru framsækni, öryggi og fagmennska og markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu þar sem áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla.
Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda. Hjá okkur starfa nú um 50 einstaklingar, öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku. Eignaumsjón leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.

Öflugur bókari
Við hjá Eignaumsjón óskum eftir að ráða öflugan bókara á fjármálasvið félagsins.
Vegna aukinna umsvifa leitum við að áhugasömum og lífsglöðum liðsfélaga í bókhaldsteymi félagsins. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af bókhaldi ásamt því að vera tilbúinn til þess að auka getu sína í lifandi starfsumhverfi með góðum samstarfsfélögum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla bókhalds og afstemmingar
- Gerð og yfirferð ársreikninga
- Framkvæmd rekstraruppgjöra
- Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar varðandi bókhald, reikninga, kostnaðarskiptingu, innheimtu og áætlanir
- Samskipti við þjónustuaðila fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar
- Önnur fjölbreytt dagleg störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Góð þekking á Excel
- Þekking á DK bókhaldskerfi kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Áhersla lögð á frumkvæði, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð
- Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt og í hópi
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Íþróttastyrkur
- Fræðslustyrkur
- Öflugt félagslíf á skemmtilegum vinnustað
Auglýsing birt13. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingÁrsreikningarDKFrumkvæðiJákvæðniMicrosoft ExcelSjálfstæð vinnubrögðUppgjörVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

BÓKHALD
Búvís ehf

Sérfræðingur í fjármálum
VÍS

Við leitum að bókara
Hreint ehf

Bókhald
Debet endurskoðun og ráðgjöf

Bókari og gjaldkeri - 50% starf
Samband íslenskra sveitarfélaga

Innkaupafulltrúi
Þór hf.

Sérfræðingur í vörustýringu
1912 ehf.

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Sérfræðingur í bókhaldi og launavinnslu hjá 66°Norður
66°North

Sérfræðingur í hagdeild
Coca-Cola á Íslandi

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf í Borgarnesi
ECIT

Bókari
KAPP ehf