
Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður sem hefur djúpar rætur og 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp spennandi og lífilegan vinnustað þar sem unnið er með verðmætustu vörumerki í heimi. Markvisst er unnið að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsmanna. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og eru starfsmenn hvattir til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum.

Sérfræðingur í hagdeild
Coca-Cola á Íslandi leitar að sérfræðingi á fjármálasviði. Við leitum að sjálfstæðum, metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi til að leiða fjármálatengd verkefni með áherslu á framleiðslu og birgðahald og rekstrargreiningu. Starfið felur í sér víðtæka ábyrgð á þróun mælaborða og lykilmælikvarða, kostnaðargreiningu og stuðningi við stefnumótandi ákvarðanatöku. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða stefnumótun og uppsetningu á mælaborðum og lykilmælikvörðum.
- Þjálfa og styðja við starfsfólk í notkun fjármálakerfa og verkfæra sem notuð eru í skýrslugerð
- Áætlanagerð og áætlanakerfi – Ábyrgð á ferlum tengdum framleiðslu og birgðahaldi.
- Stjórnendaskýrslur – ábyrgð á að tryggja réttmæti gagna er tengjast fjármálum
- Taka þátt í fjárhagsáætlunargerð og kostnaðargreiningu.
- Mat á fjárfestingarverkefnum og stuðningur við framleiðslusvið við mótun nýrra viðskiptahugmynda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla af greiningarvinnu og skýrslugerð.
- Þekking á Excel og Power BI
- Þekking og reynsla af viðskiptagreind
- Góður skilningur á rekstri fyrirtækja – reynsla frá framleiðslufyrirtæki kostur
- Reynsla úr alþjóðlegu umhverfi er kostur
- Góð hæfni til að tileinka sér nýja tækni og miðla áfram til annarra
- Enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Háskólamenntun í viðskiptum, fjármálum, verkfræði eða sambærilegt og a.m.k. 3 ára reynsla í sambærilegu starfi
- Leiðtogahæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði eru nauðsynleg
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Innkaupafulltrúi
Þór hf.

Verkefnastjóri nýbyggingarverkefna
Umhverfis- og skipulagssvið

Öflugur bókari
Eignaumsjón hf

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.

BÓKHALD
Búvís ehf

NTI óskar eftir að ráða tæknilegan ráðgjafa
NTI EHF.

Kennari og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar
Javelin ehf.

Yfirkennari og fræðslustjóri í gervigreind
Javelin ehf.

Hefur þú ástríðu fyrir gögnum eða burðarþoli vega?
Vegagerðin

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE