Olíudreifing
Olíudreifing

Þjónustustjóri

Olíudreifing leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum aðila í starf yfirmanns þjónustudeildar félagsins. Viðkomandi mun bera ábyrgð á rekstri og stjórnun þjónustudeildar ásamt því að sinna spennandi verkefnum á því sviði.

Megin starfsemi deildarinnar felst í uppsetningu og viðhaldi á búnaði þjónustustöðva á öllu landinu auk annarra fjölbreyttra verkefna sem tengjast þjónustu við eldsneytismarkaðinn. Í deildinni starfa 45 iðnaðarmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn.

Starfið heyrir undir forstöðumann sölu- og þjónustusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur og stjórnun þjónustudeildar.
  • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
  • Samskipti við viðskiptavini.
  • Uppgjör þjónustusamninga.       
  • Eftirfylgni í öryggismálum.
  • Þróunarvinna og markaðssetning.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi eins og verkfræði, tæknifræði eða iðnfræði.
  • Farsæl reynsla af þjónustu, rekstri og stjórnun, þ.m.t. verkefnastjórnun.
  • Leiðtogahæfni og góðir samskiptaeiginleikar.
  • Rík þjónustulund og metnaður til að ná árangri.
  • Reynsla af störfum í vottuðu umhverfi, skv. öryggisstöðlum er kostur.
  • Tækniþekking sem nýtist í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Auglýsing birt22. ágúst 2025
Umsóknarfrestur3. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar