
Mannauðsstjóri
Kælismiðjan Frost óskar eftir framsýnum og drífandi aðila í stöðu mannauðsstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni og umbótasinnuðum hugsunarhætti. Mannauðsstjóri sem er einnig öryggisfulltrúi fyrirtækisins, heyrir undir fjármálastjóra og verður hluti af framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Framundan er vinna við að samþætta Frost við dótturfélög, bæði í ferlum og fyrirtækjamenningu. Starfið krefst ferðalaga á milli starfsstöðva fyrirtækisins á Akureyri, í Garðabæ og á Selfossi. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stjórnun mannauðsmála, ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við stjórnendur.
- Verkefnastýring og innleiðing stefna, verkferla og kerfa í mannauðsmálum.
- Uppbygging liðsheildar og jákvæðra samskiptahátta
- Ábyrgð á ráðningum, nýliðaþjálfun og umsjón með nemum í samstarfi við stjórnendur.
- Umsjón og ábyrgð á jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun. Þátttaka í launavinnslu.
- Ábyrgð á starfsmanna- og stjórnendahandbókum, starfslýsingum, fræðslu og þjálfun.
- Umsjón og eftirfylgni með vinnustaðagreiningum og starfsmannasamtölum.
- Ábyrgð á heilbrigðis-, öryggis- og vinnuverndarmálum.
- Endurskoðun verkferla í samvinnu við framkvæmdastjórn.
- Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana og launaáætlanir.
- Önnur mannauðstengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg.
- Minnst 3 ára reynsla af sambærilegu starfi
- Reynsla af mótun verkferla og innleiðingu í gæðakerfi
- Þekking og reynsla af jafnlaunavottun er æskileg.
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af markþjálfun og liðsheildaruppbyggingu er kostur
- Þjónustulund, framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðmót.
- Þekking á kjarasamningum, áætlanagerð og fyrirtækjarekstri er kostur.
- Færni í kynningum, fræðslu og þjálfun.
- Mjög góð tölvukunnátta, þekking á bókhaldskerfinu dk er kostur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Hvers vegna Frost?
- Spennandi og áhrifamikil verkefni
Við tökumst á við krefjandi og fjölbreyttar áskoranir sem hafa bein áhrif á framleiðslu, orkunýtingu og rekstur viðskiptavina okkar. - Nýsköpun í forgrunni
Við nýtum nýjustu tækni og hugbúnað og fylgjumst stöðugt með nýjum straumum í iðnaði til að bjóða upp á framúrskarandi lausnir. - Sterkur starfsandi
Hjá okkur ríkir samvinna, faglegur metnaður og áhersla á að starfsfólk fái að efla hæfni sína og taka virkan þátt í mótun lausna frá grunni. - Fjölbreytt vinnuumhverfi
Með starfsstöðvar á mörgum stöðum og verkefni um allan heim gefst tækifæri til að fást við ólík viðfangsefni og kynnast fjölbreyttum markaðssvæðum.
Um Kælismiðjuna Frost:
Kælismiðjan Frost er rótgróið hátæknifyrirtæki á kæli-, frysti-, rafmagns-, hönnunar- og sjálfvirknisviði, stofnað árið 1993, í samstæðu Frost eru einnig fyrirtækin TG raf og Mekatrónik.
Í dag starfa hjá samstæðunni 120 þjónustu- og tæknistarfsmenn í spennandi starfsumhverfi á Akureyri, í Garðabæ, Hafnarfirði, á Selfossi og í Danmörku. Frost og samstæðufélög hanna og veita þjónustu við sérsniðnar tæknilausnir fyrir fjölbreyttan iðnað, þar á meðal sjávarútveg, matvæla- og orkuiðnað, skipaiðnað, lyfjagerð, flutninga, töflusmíði og raflagnir.
Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.

