

Lyfsöluleyfishafi á Selfossi
Lyfjaval óskar eftir að ráða lyfjafræðing í stöðu lyfsöluleyfishafa í apótek Lyfjavals á Selfossi. Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í ört vaxandi fyrirtæki, í nýju apóteki fyrirtækisins sem opnaði í byrjun árs.
Lyfjaval leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf og aðrar heilsutengdar vörur, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.
Leyfishafar tilheyra hópi stjórnenda hjá Lyfjaval sem mynda öflugt teymi sem vinnur saman að krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í metnaðarfullu starfsumhverfi. Í hverju apóteki starfar einnig verslunarstjóri sem ber ábyrgð á innkaupum á vörum og rekstri verslunar.
Lyfjaval er hluti af Dröngum, nýstofnað móðurfélag Orkunnar og Löðurs, Lyfjavals og Samkaupa. Umrædd félög eru með djúpar rætur í þjónustu til viðskiptavina dagvöru, heilsu, orku og þvotti fyrir bílinn um allt land.
Vinnutími leyfishafa er að jafnaði frá 09:00 - 17:00.
Umsóknarfrestur er til og með 3. október.
Ábyrgð á rekstri apóteksins
Ábyrgð á mönnun apóteksins
Fagleg ráðgjöf til viðskiptavina
Þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins
Þátttaka í innra gæðaeftirliti og umbótarverkefnum
Háskólapróf í lyfjafræði
Tveggja ára starfsreynsla í apóteki með starfsleyfi
Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð
Áhugi á að taka þátt í að efla starfsemi Lyfjavals
Samkeppnishæf laun
Afslættir í keðjunni.












