
Lyfjaver
Lyfjaver er leiðandi í lágu lyfjaverði og hefur óslitið síðan 2005 verið langoftast með lægsta verð í verðkönnunum ASÍ og fleiri aðila. Með öflugum samhliða innflutningi lyfja og með því að nota ávallt nýjustu og bestu tækni hefur okkur tekist að standa vörð um lágt lyfjaverð til neytenda.
Það er stefna Lyfjavers að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt upp á ódýrustu lyf á markaðnum á hverjum tíma.
Hjá Lyfjaveri starfa yfir 60 manns. Auk apóteksins á Suðurlandsbraut 22 rekur Lyfjaver Heilsuver sem staðsett er við hliðina á apótekinu og heildverslun sem selur lyf til aðila sem heimild hafa til að kaupa lyf í heildsölu.
Lyfjaver er sjálfstætt fyrirtæki í samkeppni við önnur apótek og heilsubúðir á markaðnum og er ekki hluti af keðju lyfjaverslana.

Þjónusta og ráðgjöf
Lyfjaver mun opna nýtt apótek í húsnæði Klíníkurinnar á næstu vikum og óskar eftir að ráða sérhæfðan og þjónustulundan starfskraft til að sinna afgreiðslu og veita faglega og persónulega þjónustu við viðskiptavini. Lyfjatæknimenntun er æskileg en sjúkraliðar og umsækjendur með reynslu af apóteksstörfum koma einnig til greina.
Í nýja apótekinu verður lögð rík áhersla á vandaða og einstaklingsmiðaða þjónustu, þar sem viðskiptavinir geta einnig fengið fjölbreyttar heilsufarsmælingar og ráðgjöf.
Um er að ræða fullt starf. Vinnutími er 9-17 og 10-18, ákveðið í samkomulagi við næsta yfirmann.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
- Móttaka lyfseðla og afhending lyfja
- Vörumóttaka, frágangur og áfyllingar í verslun
- Aðstoð við lyfjatiltekt í samráði við lyfjafræðing
- Tilfallandi verkefni, m.a. mælingar blóðþrýstings, blóðsykurs og kólesteróls
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem lyfjatækni, sjúkraliðamenntun eða annað sambærilegt, er æskileg
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Þekking á lyfjum og hjúkrunarvörum er kostur
- Hæfni í fyrstu hjálp er mikill kostur
- Góð samskiptafærni og samstarfshæfni
- Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 7, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFagmennskaJákvæðniLyfjatæknirMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSjúkraliðiVandvirkniÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður óskast til starfa í félagsmiðstöð eldra fólks Lambamýri í Garðabæ.
Garðabær

Starfsfólk í íþróttamiðstöð - Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Sundlaugarvörður Dalslaug
Reykjavíkurborg

Viltu vinna fyrir mikilvægasta fólkið?
Skólamatur

Fullt starf í móttöku Hårklinikken
Hårklinikken

Afgreiðslustarf
Bæjarbakarí

Velferðarsvið - Starfsfólk í dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær

Afgreiðslustarf í verslun Smáralind - Hlutastarf
Blekhylki-Símaveski

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Automotive Mechanic at Titan1 — Join Our Workshop Team!
TITAN1

Söluráðgjafi hjá Módern
Módern