Lyfjaver
Lyfjaver
Lyfjaver

Þjónusta og ráðgjöf

Lyfjaver mun opna nýtt apótek í húsnæði Klíníkurinnar á næstu vikum og óskar eftir að ráða sérhæfðan og þjónustulundan starfskraft til að sinna afgreiðslu og veita faglega og persónulega þjónustu við viðskiptavini. Lyfjatæknimenntun er æskileg en sjúkraliðar og umsækjendur með reynslu af apóteksstörfum koma einnig til greina.

Í nýja apótekinu verður lögð rík áhersla á vandaða og einstaklingsmiðaða þjónustu, þar sem viðskiptavinir geta einnig fengið fjölbreyttar heilsufarsmælingar og ráðgjöf.

Um er að ræða fullt starf. Vinnutími er 9-17 og 10-18, ákveðið í samkomulagi við næsta yfirmann.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Móttaka lyfseðla og afhending lyfja
  • Vörumóttaka, frágangur og áfyllingar í verslun
  • Aðstoð við lyfjatiltekt í samráði við lyfjafræðing
  • Tilfallandi verkefni, m.a. mælingar blóðþrýstings, blóðsykurs og kólesteróls
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, svo sem lyfjatækni, sjúkraliðamenntun eða annað sambærilegt, er æskileg
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
  • Þekking á lyfjum og hjúkrunarvörum er kostur
  • Hæfni í fyrstu hjálp er mikill kostur
  • Góð samskiptafærni og samstarfshæfni
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ármúli 7, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LyfjatæknirPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SjúkraliðiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar