Bæjarbakarí
Bæjarbakarí

Afgreiðslustarf

Við hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði erum að leita eftir starfsmanni í afgreiðslu og aðstoð í bakaríinu, vinnutími er frá 10:30-17:30 virka daga.

Ef þú ert þjónustulundaður, jákvæður, stundvís og áreiðanlegur þá ert þú einstaklingurinn sem við erum að leita eftir, Íslensku kunnátta er skilyrði.

.

Fyrirtækið Bæjarbakarí var stofnað í mars 1990 og hefur starfað í Hafnarfirði alla tíð. Okkar markmið eru skýr; að bjóða upp á gott vöruúrval, góða þjónustu og góða fagmenn í bakstrinum. Bakstur í bakaríinu okkar einkennist af gæðahráefni og handverki sem skilar sér í fjölbreyttu úrvali af brauði og bakkelsi. Við bökum einnig tertur fyrir öll tækifæri. Þá er einnig aðstaða hjá okkur til að fá sér kaffi og nýbakað bakkelsi.

Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarhraun 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar