
Mi búðin
Mi búðin er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili fyrir snjalltækjaframleiðandann Xiaomi, einnig þekkt sem einfaldlega Mi.
Mi á Íslandi rekur Mi búðina ásamt Mi verkstæði, bæði staðsett í Ármúla 21.
Þó Xiaomi sé tiltölulega nýtt fyrirtæki þá hefur það skipað sér sterkan sess í tækniheiminum með áreiðanlegum tækjum á góðu verði. Frá árinu 2014 hefur Xiaomi verið einn af fimm stærstu farsímaframleiðendur í heiminum og stærsti farsímaframleiðandi í Asíu. Eitt vinsælasta rafmagnshlaupahjól landsins og þó víðar væri leitað er Mi Electric Scooter.

Sölufulltrúi í verslun - Fullt starf
Mi búðin leitar að hressum, metnaðarfullum og jákvæðum sölufulltrúa í fjölbreytt og skemmtilegt fullt starf eftir samkomulagi.
Mi búðin er spennandi vettvangur með mikla möguleika fyrir réttan aðila til þess að vaxa og dafna með ört stækkandi fyrirtæki.
Vinnutími verður eftir samkomulagi en verslunin er opin á milli kl. 11-18 á virkum dögum og á laugardögum milli kl. 12-16
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiða viðskiptavini.
- Svara síma, tölvupóstum og samfélagsmiðlum.
- Gera vörulýsingar fyrir vefverslun.
- Afgreiða netpantanir.
- Halda verslun snyrtilegri.
- Tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi sölumennska og mannleg samskipti.
- Reynsla af sölustarfi æskileg.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Þekking á raftækjum og áhugi á tækninýjungum.
- Gott vald á íslenskri tungu, bæði í skrifuðu- og töluðu máli.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Gott skipulag.
Fríðindi í starfi
Skemmtilegt og hlýtt starfsumhverfi.
Möguleiki á vexti í starfi.
Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt14. nóvember 2025
Umsóknarfrestur26. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 21, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Afgreiðsla - Akureyri
Sykurverk Café

Úthringistarf hjá Tryggingamiðlun Ísland
Tryggingamiðlun Íslands

Afgreiðsla / Barþjónastarf Djúsí Sushi Smáralind
Djúsi Sushi

Sölufulltrúi Fyrirtækjasviðs
Nathan hf.

Selena leitar að starfsmanni í hlutastarf
Selena undirfataverslun

Innkaup- og afgreiðsla
Exton

Söluráðgjafi á heilbrigðissviði
Fastus

Sölufulltrúi (e. Sales Representative for Chemical Products Targeting HoReCa)
Hreinlætislausnir Áfangar

Tímabundið starf til jóla - Fullt starf
Líf & List

Söluráðgjafar í söluveri Nova
Nova

Verslunarstörf í ELKO Lindum
ELKO

Lyfja Setbergi - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja