

Sumarstarf fyrir hjúkrunarnema- vertu með í teymi Reykjavíkurborgar!
Viltu öðlast raunverulega reynslu í hjúkrun, vinna sjálfstætt og hafa áhrif á líf fólks á sama tíma?
Heimahjúkrun Reykjavíkurborgar leitar að hjúkrunarnemum sem vilja taka skrefið og starfa við fjölbreytt og gefandi starf í sumar. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.
Hjá Reykjavíkurborg leggjum við áherslu á faglegt bakland, góða leiðsögn og tækifæri til þess að vaxa í starfi þar sem þú ert hluti af samhentu og öflugu teymi. Auk þess býður starfið þér upp á sjálfstæði í verkefnum og rými til að nýta þína faglegu nálgun.
Dagarnir eru ólíkir og innihaldsríkir þar sem þú ert á ferð um borgina. Þú kynnist fjölbreyttum hópum íbúa og upplifir hversu mikilvæg þín nærvera og þjónusta skiptir máli fyrir daglegt líf íbúa.
Starfsfólk keyrir á bíl á vegum Reykjavíkurborgar á vinnutíma, sem gerir þér auðvelt að halda góðu flæði þegar þú flakkar á milli heimila.
Möguleiki er að vinna í nálægð við þitt hverfi. Við höfum sterk teymi um alla borg.
Um er að ræða vaktavinnu, dag-, kvöld- og helgarvaktir.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameyki.
- Starfað er eftir hugmyndafræði heimahjúkrunar og gæðastefnu velferðarsviðs
- Einstaklingsmiðuð hjúkrun heim til skjólstæðinga
- Sérhæfð hjúkrun og önnur verkefni í samræmi við nám og verklag
- Skráning í rafræn sjúkraskrárkerfi
- Virk þátttaka í endurhæfingu og stuðningi við íbúa
- Fagleg samskipti og skráning hjúkrunar
- Þátttaka í teymisvinnu
- Nemi í hjúkrunarfræði (hafa lokið 1.-3. ári)
- Geta unnið í teymi og góð samskiptahæfni
- Geta tileinkað sér nýja tækni og skráningu. Þekking á Sögu sjúkraskrárkerfi er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Stundvísi
- Ökuréttindi
- Íslenskukunnátta (B1 skv. evrópska tungumálarammanum)
- Hreint sakavottorð skv. lögum og reglum Reykjavíkurborgar
Íslenska


















