Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í SELMU teymið

Við í SELMU teymi heimaþjónustu Reykjavíkur óskum eftir liðsauka í 60-100% starf. Við leitum að hjúkrunarfræðingi með sterka sýn og hug fyrir þjónustu við hruma og/eða veikburða einstaklinga í heimahúsum.

Um er að ræða klínískt starf hjúkrunarfræðings, í þverfaglegu teymi heilbrigðisstarfsfólks. SELMA vinnur í nánu samstarfi við samþætta heimaþjónustu Reykjavíkur (heimahjúkrun og félagslegan heimastuðning) að því að veita aukna heilbrigðisþjónustu til einstaklinga sem geta ekki nýtt sér heilsugæslustöð eða göngudeild vegna færnimissis.

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur sem berð umhyggju fyrir fólki, hefur framúrskarandi samskiptafærni, lausnamiðað viðhorf og brennandi áhuga á að vinna að fjölbreyttum verkefnum í sterku teymi, þá viljum við gjarnan heyra frá þér.

SELMU teymið tók til starfa í nóvember 2020. SELMA starfar innan heimaþjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í SELMU teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, læknar og næringarfræðingar. Teymið sinnir vitjunum og ráðgjöf á virkum dögum.

Í heimaþjónustu Reykjavíkur er tekið vel á móti nýjum hjúkrunarfræðingum og áhersla lögð á að skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að bæta við sig klínískri færni og þekkingu með sí- og endurmenntun. Frá og með hausti 2025 er boðið uppá starfsþróunarár í heimahjúkrun fyrir nýja hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sérhæft eftirlit, klínískt mat og meðferð veikra einstaklinga með vitjunum í heimahús, í náinni samvinnu við heimahjúkrun.
  • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk samþættrar heimaþjónustu Reykjavíkur, sem og til einstaklinga og aðstandenda í heimahúsum.
  • Þátttaka í reglulegri úttekt á stöðu og árangursmati á sérhæfðri heimaþjónustu teymisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
  • Reynsla af starfi hjúkrunarfræðings.
  • Góð klínísk færni, þekking og reynsla af hjúkrun langveikra einstaklinga.
  • Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi.
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og hæfni til að vinna sjálfstætt.
  • Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 (í samræmi við samevrópskan matsramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
  • Stuðnings- og ráðgjafateymi borgarinnar

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Auglýsing birt29. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar