Skrifstofumaður hjá geislameðferð krabbameinsþjónustu
Geislameðferð í krabbameinsþjónustu Landspítala leitar að öflugum einstaklingi í áhugavert starf við umsjón með rekstri skrifstofu sérgreinarinnar og fjölbreytt skrifstofustörf á einingunni.
Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi og mun viðkomandi m.a. hafa umsjón með rekstri skrifstofu sérgreinarinnar og verða hluti teymis sérgreinarinnar auk þess að sinna verkefnum innan krabbameinsþjónustunnar. Starfsmaður vinnur undir stjórn yfirlæknis geislameðferðar.
Við leitum eftir skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og auknu öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi; menntun heilbrigðisgagnafræðings er kostur
Þekking á sjúkraskrárkerfinu Sögu er kostur
Reynsla af starfi á Landspítala er kostur
Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfileikar
Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Hæfni og geta til að starfa í teymi
Gott vald á íslensku og ensku
Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón og rekstur skrifstofu sérgreinar í samráði við yfirlækni
Umsjón með vinnuskipulagi, vaktaskrá og vinnutímaskráningu sérfræðilækna
Upplýsingagjöf og samskipti við sjúklinga, starfsmenn og stofnanir
Skipuleggja og hafa yfirsýn yfir fundi, vinnustofur og aðra viðburði innan sérgreinarinnar
Þátttaka og þróun í upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá sviðsins
Svörun ráðgjafarsíma í samvinnu við hjúkrunarfræðing og sérfræðilækna
Ýmis verkefni í samvinnu við yfirlækni og sérfræðilækna
Þátttaka í ýmsum sérverkefnum t.d. gerð bæklinga og staðlaðra upplýsinga til sjúklinga og þróun á heimasíðu
Samvinna og samstarf við aðrar sérgreinar