
Heilbrigðisgagnafræðingur
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum heilbrigðisgagnafræðingi í hlutastarf.
Það kemur einnig til greina að ráða nema í heilbrigðisgagnafræði. Starfið felst í ritun og utanumhaldi sjúkraskráa, umsýslu rafrænna gagna auk símsvörunar og móttöku viðskiptavina.
Ert þú rétta manneskjan?
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er löggildur heilbrigðisgagnafræðingur eða nemi í heilbrigðisgagnafræði.
- Hefur framúrskarandi samskiptahæfni og nýtur þess að skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini.
- Er skipulagður, sjálfstæður og getur unnið undir álagi.
- Hefur góða almenna tölvukunnáttu og góða færni í íslensku og ensku.
Um framtíðarstarf er að ræða í 50-70% starfshlutfalli á opnunartíma Lækningar, með möguleika á frekari afleysingum eftir samkomulagi.
Við hlökkum til að heyra frá þér! Starfið er laust nú þegar og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í boði er líflegur vinnustaður með góðum starfsanda og góðu vinnumhverfi.
Frestur til að sækja um er til og með 7. september en unnið verður úr umsóknum jafn óðum og þær berast.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Eyjólfsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 590-9200 og á [email protected].
Hjá Lækningu er að finna sérfræðinga á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Við bjóðum upp á nútímalegar og vel útbúnar móttökustofur og fullkomnar skurðstofur í faglegu og vinalegu umhverfi.






