

Sálfræðingur á göngudeild barna- og unglingageðdeildar
Metnaðarfullur sálfræðingur óskast til starfa á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL). Starfið er í bráðateymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL).
Markmið bráðateymis er að sinna mati á bráðum alvarlegum geðrænum vanda. Þjónusta bráðateymis á dagvinnutíma fer fram á göngudeild BUGL. Þar er tekið á móti börnum og fjölskyldum þeirra í bókuð bráðaviðtöl og eftirfylgdarviðtöl. Náið samstarf er á milli bráðateymis og legudeildar BUGL en einnig nærumhverfis skjólstæðinga.
Í boði er fjölbreytt og líflegt starf þar sem þverfagleg teymisvinna og fjölskylduvinna er í forgrunni. Starfið býður upp á margvísleg tækifæri til að dýpka þekkingu á geðröskunum hjá börnum.
BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legu-/dagdeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð þriðja stigs heilbrigðisþjónusta vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu.
Starfið er tímbundið til 12 mánaða, ráðið er í það frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.



















































