

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Við hjá heilsugæslunni Mosfellsumdæmi leitum að jákvæðum og metnaðarfullum sálfræðingi til að koma til liðs við okkur. Um er að ræða 80- 100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1.september eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi vettvang, fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu og vill stuðla að heilbrigði líðan einstaklinga. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.
Til greina getur komið að ráða tímabundið áhugasaman reynsluminni sálfræðing í ábyrgðarminna starf fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.
Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
- Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
- Mat og greining á vanda barna og unglinga
- Meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
- Einstaklings- og hópmeðferðir
- Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
- Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði æskileg
- Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
- Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir s.s. Landspítala og félagsþjónustu
- Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
- Starfsleyfi útgefið af embætti landlæknis til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
- Reynsla af greiningu og meðferð barna og umglinga
- Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum
- A.m.k. 3 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
- Reynsla af starfi í heilsugæslu er kostur
- Reynsla af starfi með túlki
- Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta
