

Hjúkrunarfræðingur á Sáramiðstöð - göngudeild skurðlækninga
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á sáramiðstöð Landspítala. Sáramiðstöðin er staðsett á göngudeild skurðlækninga í Fossvogi. Starfsemi sáramiðstöðvarinnar er þverfagleg þar sem unnið er með greiningu og ráðgjöf við meðferð langvinnra sára innan Landspítala og utan.
Í teymi sáramiðstöðvarinnar starfa hjúkrunarfræðingar með sérhæfingu í sárameðferð og býðst því hér einstakt tækifæri til að öðlast kunnáttu á því sviði. Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á sárameðferð og þátttöku í þróun starfseminnar. Starfshlutfall er 80 -100% dagvinna og er starfið laust frá 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun, en þar starfar öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
Hér er tækifæri fyrir framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að vinna í teymi en einnig sjálfstætt og af frumkvæði. Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.















































