
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Hólabrekkuskóli - mötuneyti
Komdu að vinna fyrir mikilvægasta fólkið!
Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í mötuneyti sitt í Hólabrekkuskóla í Breiðholti.
Vinnutíminn er frá kl.9:00 til 14:00 alla virka skóladaga.
Starfið felst í undirbúningi og lokaeldun hádegismáltíða, undirbúningi og afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum i eldhúsi. Starfsmenn mötuneyta panta inn af pöntunarvef Skólamatar og senda inn dagsskýrslur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á mat og matargerð er mikill kostur
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
- Menntun sem nýtist í starfi kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Geta til þess að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
· Vinnufatnaður.
· Íþróttastyrkur.
· Samgöngustyrkur.
· Fjölskylduvænn vinnustaður.
Auglýsing birt16. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurhólar 10, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Professional Chef
Skalli Bistro

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Pizzu Bakarar,afgreiðslustarf og bílstjórar
Castello Pizzeria

Kjötkompaní - verslunarstarf
Kjötkompaní ehf.

Starfsmaður í skammtímadvöl - Svöluhraun
Hafnarfjarðarbær

Tímavinnustarfsmaður á Bókasafni Kópavogs
MEKÓ

Tímabundið starf í mötuneyti Símans
Síminn

Sölufulltrúi í Byggt og búið
Byggt og búið

A4 Hafnarfjörður - 50% starf
A4

Þjónustufulltrúi
Héðinn

ICEWEAR Garn óskar eftir starfsfólki í Fullt starf/hlutastarf
ICEWEAR

Mývatn - verslunarstjóri
Vínbúðin