
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 150 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða. Að auki hefur nýverið tekið í notkun stórglæsilegt afþreyingarrými fyrir starfsmenn með golf- og skothermi, píluspjöldum og fleiru sem starfsmenn geta nýtt sér utan vinnutíma.

Þjónustufulltrúi
Héðinn hf leitar að glaðlyndum og jákvæðum starfsmanni til að sinna fjölbreyttum störfum í móttöku og á skrifstofu fyrirtækisins.
Starfið felur í sér m.a. almennum móttöku- og skrifstofustörfum s.s. móttaka gesta, símvarsla og pantanir rekstrarvara. Starfsmaðurinn mun að auki hafa umsjón með samfélagsmiðlum Héðins, hafa yfirumsjón með kaffiaðstöðu starfsmanna og viðhalda innri vef fyrirtækisins.
Starfið hentar einstaklingi sem er lausnamiðaður, tæknivæddur og með góða samskiptahæfni og er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.
Um er að ræða 100% starf, frá 8:00-16:00, á föstudögum er unnið til 14:00. Leitað er að einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með fundarherbergjum og kaffiaðstöðu
- Yfirumsjón með móttöku og pantanir rekstrar- og matvara
- Umsjón með samfélagsmiðlum (TikTok, LinkedIn, Facebook) og innri samskiptum
- Aðstoð við skipulagningu viðburða
- Ýmis tilfallandi úrbóta- og mannauðstengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð tölvufærni (M365) og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu
- Góð færni í framsetningu efnis á samfélagsmiðlum og innri samskiptamiðlum
- Skipulögð og snyrtileg vinnubrögð
- Mjög góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti með niðurgreiddum morgun- og hádegismat
- Búningsklefar með sturtum
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
- Líkamsræktaraðstaða
- Glæsilegt starfsmannarými, með golf- og skothermi
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur23. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag hf.

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Þjónustufulltrúi
Bayern líf

Customer Service Manager / Þjónustustjóri
Alvotech hf

Kjötkompaní - verslunarstarf
Kjötkompaní ehf.

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

Tímavinnustarfsmaður á Bókasafni Kópavogs
MEKÓ

Sölufulltrúi í Byggt og búið
Byggt og búið

A4 Hafnarfjörður - 50% starf
A4

Einstaklingsráðgjafi
TM

ICEWEAR Garn óskar eftir starfsfólki í Fullt starf/hlutastarf
ICEWEAR

Mývatn - verslunarstjóri
Vínbúðin