
MEKÓ
MEKÓ stendur fyrir Menning í Kópavogi. Í bæjarfélaginu er að finna öflugt menningarlíf og í hjarta Kópavogs er að finna menningarstofnanir bæjarins; Salinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. Húsin starfa bæði sem sjálfstæðar ólíkar stofnanir en einnig sem heild með það að markmiði að efla samfélagið og auka aðgengi að listum, meðal annars að bjóða upp á fría viðburði sem styrktir eru af Lista- og menningarráði Kópavogs. MEKÓ er einnig í sterkum tengslum við sjálfstætt starfandi menningarlíf utan stofnananna sem taldar eru upp hér að ofan.
MEKÓ starfar samkvæmt menningarstefnu Kópavogsbæjar sem samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn, gildum og yfirmarkmiðum sem eru fengin úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Menningarstefnan var unnin í samstarfi lista- og menningarráðs og starfsfólks menningarmála. Stefnan felur í sér þrjár stefnuáherslur.
1. Kópavogsbær leggur áherslu á að menningarstarf sé aðgengilegt öllum bæjarbúum.
2. Kópavogsbær stendur vörð um sérstöðu og faglegt starf menningarhúsa bæjarfélagsins.
3. Kópavogsbær leggur áherslu á víðtækt samstarf við bæjarbúa, svið
og deildir bæjarins og lista-, fræði-og vísindamenn úr ólíkum áttum.

Tímavinnustarfsmaður á Bókasafni Kópavogs
Bókasafn Kópavogs óskar eftir bókaverði í tímavinnu á aðalsafn. Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við lánþega safnsins.
Unnið er fast alla föstudaga kl. 13:45-18:15 og annan hvern laugardag, auk tilfallandi vakta í forföllum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við lánþega safnsins og upplýsingagjöf ásamt almenntum afgreiðslustörfum.
- Frágangur safnefnis til útláns og uppröðun safnefnis í hillu.
- Aðstoð á viðburðum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf.
- Mikil þjónustulund, góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, öguð og vönduð vinnubrögð og ábyrgðarkennd.
- Almenn grunnþekking á bókmenntum og gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur28. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hamraborg 6A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag hf.

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Þjónustufulltrúi
Bayern líf

Customer Service Manager / Þjónustustjóri
Alvotech hf

Kjötkompaní - verslunarstarf
Kjötkompaní ehf.

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

Sölufulltrúi í Byggt og búið
Byggt og búið

A4 Hafnarfjörður - 50% starf
A4

Einstaklingsráðgjafi
TM

Þjónustufulltrúi
Héðinn

ICEWEAR Garn óskar eftir starfsfólki í Fullt starf/hlutastarf
ICEWEAR

Mývatn - verslunarstjóri
Vínbúðin