
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Tímabundið starf í mötuneyti Símans
Ertu morgunhress og leitar að skemmtilegu starfi? Síminn leitar að duglegum og hressum matráði í mötuneyti fyrirtækisins. Starfið felur í sér umsjón með salatbar, aðstoð við matseld ásamt undirbúningi og frágangi í kringum morgun- og hádegisverð. Síminn leggur mikla áherslu á að bjóða upp á góðan og hollan mat þar sem reynt er að elda sem mest frá grunni. Vinnutíminn er frá 07:00-15:00 alla virka daga.
Starfið er tímabundið í 9 mánuði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á mat og matargerð er mikill kostur
- Góður liðsfélagi með mikla aðlögunarhæfni
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Stundvísi og reglusemi
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur19. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Uppvaskari / Dishwasher
Tapas barinn

Meat Vacancies / Butcher
Costco Wholesale

Ert þú sushi kokkur? Sushi snillingur óskast!
UMAMI

Aðstoðarmatráður óskast
Helgafellsskóli

Viltu vinna fyrir mikilvægasta fólkið?
Skólamatur

Matreiðslumaður/aðstoð í elhús/chef/assistant
Sæta Svínið

Afgreiðslustarf - Fullt starf
Mulligan GKG

Sjálandsskóli - mötuneyti
Skólamatur

Hlutastarf starf í mötuneyti
Ráðlagður Dagskammtur

Matreiðslumaður í Veitingaþjónustu Landspítala
Landspítali

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Sól restaurant leitar að matreiðslumanni sem getur hafið störf sem fyrst
Sól resturant ehf.