

Heilbrigðisgagnafræðingur - Líknarlækningar
Við sækjumst eftir heilbrigðisgagnafræðingi til fjölbreyttra og sérhæfðra starfa á skrifstofu líknarlækninga í Kópavogi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Unnið er í teymi með sérfræðilæknum í líknarlækningum og öðru starfsfólki einingarinnar og er heilbrigðisgagnafræðingur þjónustunnar mikilvægur hluti teymisins.
Deildin heyrir undir krabbameinsþjónustu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legudeild, göngudeild, sérhæfðri líknarheimaþjónustu (HERA) og líknarteymi sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans. Líknarmiðstöð Landspítala heyrir einnig undir starfsemi líknarþjónustunnar, en miðstöðin hefur það hlutverk að veita fræðslu, sinna kennslu, rannsóknum og framþróun í faginu.
Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
























































