

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar - Vöknun Hringbraut
Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á vöknunardeild við Hringbraut. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi fjölmarga aðra fagmenn spítalans. Um er að ræða 100% starf og er starfið laust frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Á vöknun starfa 6 sjúkraliðar og um 40 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Vöknun hefur aðsetur á þremur stöðum, E6 Fossvogi, 12A Hringbraut og 23A kvennadeild. Deild 12A þjónar börnum og fullorðnum eftir svæfingar og slævingar við skurðaðgerðir og önnur inngrip. Deild 23A sinnir vöktun eftir keisara og kvennsjúkdómaaðgerðir. Deildin er opin allan sólarhringinn, flestir sjúklingar koma eftir skipulagðar aðgerðir á dagvinnutíma en deildin tekur einnig á móti sjúklingum eftir bráðaaðgerðir á kvöldin, nóttunni og um helgar. Vöknun heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu.






























































