
Icepharma
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 85 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Icepharma er heilsumiðaður vinnustaður sem stuðlar að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna.
Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Ósar - lífæð heilbrigðis hf. þar sem samtals starfa um 200 manns. www.osar.is

Deildarstjóri í Heilbrigðislausnum
Icepharma leitar að metnaðarfullum liðsmanni til að leiða söluhóp á sviði heilbrigðislausna.
Ef þú ert leiðtogi með reynslu af rekstri og markaðsstarfi á heilbrigðismarkaði, þá gætum við verið að leita að þér til að taka við spennandi starfi sem deildarstjóri hjá Icepharma.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun, starfsmannamál, stefnumótun og rekstur söluhóps sem samanstendur af fjórum starfsmönnum
- Markaðssetning og sala á heilbrigðislausnum með kynningum, fræðslu og eftirfylgni
- Gerð og eftirfylgni sölu- og markaðsáætlana
- Myndun og viðhald viðskiptatengsla við heilbrigðisstofnanir og -starfsfólk
- Samskipti við erlenda birgja og tengslamyndun
- Viðskiptaþróun
- Verkefnastjórn ásamt þátttöku í verðfyrirspurnum og útboðum
- Skipulagning og þátttaka í fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði heilbrigðisvísinda eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Rekstrarlæsi, góð greiningarhæfni og hæfni til að setja fram niðurstöður og tillögur með faglegum hætti
- Haldgóð reynsla af markaðs- og sölustarfi með heilbrigðisvörur eða lyf
- Mikill drifkraftur og frumkvæði
- Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum samskiptum
- Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Heilsufyrirlestrar á vinnutíma
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Líkamsræktarstyrkir
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFrumkvæðiJákvæðniMarkaðsmálStarfsmannahald
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1
Landspítali

Forvarnaráðgjafi
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérfræðingur í persónutjónum
Vörður tryggingar

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær

Öflugur forstöðumaður óskast í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérfræðingur í gæðatryggingardeild (QA Specialist)
Kerecis

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild innkirtlasjúkdóma
Landspítali

Lyfja Lágmúla - Hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarþjónustu
Lyfja

Hjúkrunarfræðingur
VÍS

Hjúkrunarfræðingur á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali