

Sérfræðingur í kerfisrekstri í Microsoft-umhverfi
Landspítali leitar að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi í kerfisrekstri til að tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur upplýsingakerfa spítalans. Viðkomandi mun bera ábyrgð á daglegum rekstri tölvukerfa með áherslu á lausnir frá Microsoft.
Innviðir og rekstur tilheyra þróunarsviði Landspítala sem ber ábyrgð á öflun, uppsetningu og rekstri miðlægra innviða spítalans, þar á meðal tölvusala, netþjóna, öryggiskerfa, gagnagrunna, gagnageymsla, netkerfa, fjarskiptalína, símkerfa og póstkerfis (O365) ásamt nauðsynlegu undirlagi. Teymið sinnir einnig tæknilegri ráðgjöf við klíníska starfsemi með það að markmiði að auka skilvirkni, gæði og öryggi á Landspítala.
Á þróunarsviði starfa um 110 einstaklingar. Markmið sviðsins er að styðja við þróun heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og veita framúrskarandi þjónustu við klíníska starfsemi. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkvæmt nánara samkomulagi.



















































