

Forstöðumaður rekstrar jarðvarma á sviði vinds og jarðvarma
Langar þig að leiða rekstur endurnýjanlegra orkuauðlinda?
Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að tryggja sjálfbæra og örugga orkuvinnslu fyrir orkuskipti og almenna þörf samfélagsins á komandi árum. Á Norðurlandi starfrækjum við þrjár aflstöðvar sem nýta jarðvarma til raforkuvinnslu og við leitum að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á rekstri orkumannvirkja.
Sem forstöðumaður rekstrar jarðvarma berð þú ábyrgð á rekstrar-, viðhalds-, öryggis- og umhverfismálum jarðvarmastöðvanna. Starfinu fylgir bæði fagleg og persónuleg forysta, þú leiðir og styður við teymi af frábæru fólki, stýrir daglegum rekstri, fylgist með framvindu og kostnaði verkefna, tekur þátt í samningagerð og hlúir að heilbrigðum og jákvæðum starfsanda. Þú verður hluti af framsæknu teymi stjórnenda og færð tækifæri til að leiða metnaðarfullan hóp verkefnastjóra og sérfræðinga með sjálfbærni, öryggi og vellíðan í fyrirrúmi.
Við hverju má búast?
· að bera ábyrgð á eftirliti með orkuvirkjum, stýra viðhaldi og fylgja því eftir
· að leiða mannauð deildarinnar og styðja við þekkingu hans og þróun
· að vinna náið með helstu hagsmunaaðilum og tryggja sátt við umhverfið
· að bera ábyrgð á ferlum, fjármunum og eignum í samræmi við gildin okkar
Hefur þú eftirfarandi hæfni og reynslu?
· háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
· leiðtogafærni, reynslu af stjórnun og uppbyggingu teyma
· framúrskarandi samskiptahæfni
· umbótahugsun, jákvæðni og framsýni
· góða færni í upplýsingatækni og hagnýtri notkun hennar
· gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Hvernig vinnustaður er Landsvirkjun?
Við leggjum áherslu á fagmennsku, sjálfbærni og stöðugar umbætur. Í teyminu okkar færðu tækifæri til að vinna að metnaðarfullum verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið. Við styðjum við starfsfólk okkar með símenntun, sveigjanleika og góðu starfsumhverfi og menningu, þar sem jafnrétti, traust og samvinna eru í forgrunni.
Hljómar þetta spennandi?
Sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú segir frá reynslu þinni og hvað vekur áhuga þinn á starfinu. Fyrirspurnir má senda á [email protected]
Íslenska
Enska










