

Viltu hafa áhrif á áhættustýringu stærstu framkvæmda landsins?
Sérfræðingur í áhættustýringu
Við hjá Landsvirkjun vinnum að því að tryggja sjálfbæra og örugga orkuvinnslu framtíðarinnar. Við leitum að sérfræðingi sem vill taka virkan þátt í að efla áhættustýringu í fjölmörgum framkvæmdaverkefnum okkar.
Í þessu starfi færð þú tækifæri til að vinna þvert á teymi og deildir í nánu samstarfi við verkefnastjóra framkvæmdasviðs, áhættustjóra og öryggisstjóra. Þú tekur þátt í að þróa og innleiða verklag sem stuðlar að auknu öryggi, skilvirkni og hagkvæmni í framkvæmdum.
Við hverju má búast?
Starfið er fjölbreytt og krefjandi þar sem greiningarhæfni, samskiptahæfni og lausnamiðuð nálgun skipta mestu máli. Sem sérfræðingur í áhættustýringu framkvæmdaverkefna munt þú taka þátt í mótun áhættustýringar meðal annars með því að:
- taka virkan þátt í að þróa og innleiða verklag og áhættustýringar í framkvæmdaverkefnum
- styðja við verkefnastjóra við framkvæmd áhættustýringar
- greina tryggingavarnir framkvæmdaverkefna og samræma umsýslu þeirra
- stuðla að virkri og samræmdri notkun áhættuskráa
- tryggja yfirsýn yfir stöðu áhættu í verkefnum og miðla upplýsingum til stjórnenda
- styðja við fræðslu og þjálfun starfsfólks í áhættustýringu framkvæmdaverkefna
- fylgjast með árangri áhættustýringar og stuðla að stöðugum umbótum
Hefur þú eftirfarandi hæfni og reynslu sem nýtist í starfi?
- háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tæknifræði eða verkefnastjórnun
- þekking og reynsla af framkvæmdum og/eða áhættustýringu er kostur
- reynsla af rekstri verksamninga samkvæmt IST30 og FIDIC útboðsskilmálum er kostur
- góð færni í upplýsingatækni og gagnagreiningu
- framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að vinna þvert á teymi og deildir
- nákvæmni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
- gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Hvernig vinnustaður er Landsvirkjun?
Við leggjum áherslu á fagmennsku, sjálfbærni og stöðugar umbætur. Sem hluti af okkar teymi færðu tækifæri til að vinna að metnaðarfullum verkefnum í orkugeiranum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið. Við styðjum við starfsfólk okkar með símenntun, sveigjanleika og góðu starfsumhverfi þar sem jafnrétti, traust og samvinna eru í forgrunni.
Hljómar þetta spennandi?
Sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú segir frá reynslu þinni og hvað kveikir áhuga þinn á starfinu. Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected].
Íslenska










