Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Aðstoðarforstöðumaður - frístundaheimilið Stjörnuland

Frístundamiðstöðin Brúin leitar að aðstoðarforstöðumanni í 100% starf í frístundaheimilið Stjörnuland við Ingunnarskóla, Maríubaug 1, Grafarholti.

Frístundamiðstöðin Brúin starfrækir tíu frístundaheimili í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi.

Frístundamiðstöðin Brúin og frístundaheimilið Stjörnuland óska eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling með menntun og reynslu sem nýtist í starfi.

Frístundaheimilin veita 6–9 ára börnum og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frístundastarfs SFS og Menntastefnu Reykjavíkurborgar eru höfð að leiðarljósi.

Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska barna með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra í starfi ásamt mikilvægi heilbrigðs lífsstíls.

Hluti starfsins er unninn í samstarfi við grunnskóla, á skólatíma, með það að meginmarkmiði að efla félagsfærni barna. Starfið er ætlað fagmenntuðu fólki sem gefst tækifæri til að taka þátt í að þróa samstarfsverkefni frístundaheimila og grunnskóla.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Umsjón með daglegri starfsemi frístundaheimilisins í samvinnu við forstöðumann.

· Skipulagning frístundastarfsins í samráði við börn og starfsfólk.

· Leiðbeina og taka þátt í leik og starfi með börnum.

· Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.

· Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn.

· Að veita starfsmönnum leiðsögn um framkvæmd vinnunnar og stuðla að lýðræðislegum starfsháttum og góðum starfsanda.

· Er staðgengill forstöðumanns.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.

· Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.

· Reynsla af starfi með börnum.

· Reynsla af félags- og tómstundastarfi.

· Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum.

· Skipulagshæfileikar og fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfinu.

· Almenn tölvu- og samskiptamiðla kunnátta.

· Góð íslenskukunnátta.

Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur2. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Frístundaheimilið Stjörnuland
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar