Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Deildarstjóri lögfræðideildar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra lögfræðideild sviðsins. Deildin veitir lögfræðiþjónustu innan sviðsins, til viðskiptavina og til annarra sviða borgarinnar um málefni sviðsins. Deildin fer einnig með fyrirsvar gagnvart úrskurðarnefndum og vinnur umsagnir til borgarlögmanns vegna dómsmála, bótamála og mála umboðsmanns Alþingis.

Við leitum að einstaklingi með ríka forystu- og samskiptahæfileika, góða lögfræðiþekkingu og reynslu, ástríðu fyrir umbótum, vilja til að leiða breytingar og frumkvæði til að þróa nýjar lausnir og tryggja gæði í starfsemi deildarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegt fyrirsvar, ráðgjöf og fagleg stjórnun deildar.
  • Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu deildarinnar og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
  • Teymisvinna og þátttaka í starfs- og stýrihópum.
  • Almenn upplýsingagjöf, samráð og bein samskipti við aðrar deildir og skrifstofur á sviðinu og önnur svið og fyrirtæki borgarinnar.
  • Ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd verkferla í starfsemi deildarinnar.
  • Samskipti við viðskiptavini sviðsins og samstarfsaðila innan sem utan borgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf, kandídatspróf eða meistarapróf í lögfræði frá íslenskum Háskóla.
  • Góð þekking á stjórnsýslurétti og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar
  • Þekking og/eða reynsla á þeim réttarsviðum sem unnið er með á umhverfis- og skipulagssviði er kostur
  • Framhaldsmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi s.s. á sviði stjórnunar er kostur.
  • Mjög góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu.
  • Reynsla af mannaforráðum er kostur sem og góð færni í að skapa öfluga liðsheild.
  • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Greiningar- og skipulagshæfni, metnaður og öguð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta, C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2.
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar