Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun

Staðgengill þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Náttúruverndarstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Sérfræðingurinn gegnir hlutverki staðgengils þjóðgarðsvarðar og tekur virkan þátt í stjórnun og þróun svæðisins auk samstarfs við önnur friðlýst svæði á austurlandi. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem vill nýta þekkingu sína og áhuga á náttúruvernd til að taka þátt í þróun náttúruverndar, samstarfi og þjónustu við gesti á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem frumkvæði og sjálfstæði fá að njóta sín. Starfsstöð austursvæðis er í Fellabæ og Snæfellsstofu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar þjóðgarðsvörð við daglegan rekstur og stjórn austursvæðis

  • Skipuleggur landvörslu í samráði við þjóðgarðsvörð

  • Hefur umsjón með umhverfismálum svæðisins

  • Hefur umsjón með fræðslu á svæðinu og móttöku hópa

  • Vinnur að öryggismálum starfsfólks og gesta

  • Tekur þátt í þróun og stefnumótun svæðisins og Náttúruverndarstofnunar

  • Samstarf við ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila

  • Hefur umsjón með, þróar og skipuleggur eftirlit og vöktun á svæðinu í samráði við þjóðgarðsvörð

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Mjög góð samskipta- og samstarfsfærni

  • Geta til að leysa úr flóknum málum og þróa hugmyndir og verklag

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Geta til að vinna undir álagi

  • Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum

  • Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur

  • Þekking og reynsla af landvörslu og náttúrutúlkun er kostur

  • Staðþekking á austurlandi og einkum austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er kostur

  • Góð þekking á íslensku og ensku

  • Góð almenn tölvukunnátta

Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur11. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Einhleypingur 1, 700 Egilsstaðir
Skriðuklaustur , 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar