

Veitingastjóri Aktu Taktu á Skúlagötu
Langar þig að vinna á stað þar sem hlutirnir ganga hratt og örugglega fyrir sig? Aktu Taktu er leiðandi í bílaafgreiðslu og skyndibita. Ef þú ert skipulagður einstaklingur og hefur gaman af lífinu eru góðar líkur að við eigum vel saman.
Aktu Taktu Skúlagata leitar að veitingastjóra
Eftir þjálfun þína tekur þú við rekstri á staðnum. Þú ert í frábærum félagsskap þar sem þú færð frelsi athafna. Þú ert ábyrg/ur fyrir framúrskarandi gæðum og þjónustu, passar upp á hreinlæti, góðan starfsanda og skilar góðum rekstri í hverjum mánuði. Þú hefur aðgang að góðu baklandi sem aðstoðar þig og styður þar sem þig vantar aðstoð.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af svipuðu starfi eða vaktstjórnun
• Nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Metnaður
• Sjálfstæði
• Ábyrgðartilfinning
• Ákveðni og hlýja
• Umburðalyndi
• Framúrskarandi mannleg samskipti
Aktu Taktu var stofnað árið 2002 og er rekið á 3 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
-------------------------------------------------------------------------------------
- þjónusta viðskiptavini, innkaup, ráðningar og þjálfun
- Reynsla af stjórnun










