

Við leitum að drífandi sérfræðingi til að aðstoða við verkefni fastanefnda
Skrifstofa Alþingis leitar að sérfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum og almennri ritaraþjónustu á nefnda- og greiningarsviði. Verkefnin tengjast störfum fastanefnda þingsins og felast m.a. í boðun og undirbúningi nefndafunda og reglulegri uppfærslu upplýsinga til að tryggja yfirsýn og utanumhald. Starfið heyrir beint undir sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs og nýr sérfræðingur mun aðstoða stjórnendur sviðsins í ýmsum verkefnum.
Þessi staða krefst hæfni til að halda yfirsýn, getu til að forgangsraða og krafts til að bregðast hratt við og ganga í þau verkefni sem þarf hverju sinni. Við leitum að jákvæðum einstaklingi með góða nærveru sem viðhefur nákvæm og öguð vinnubrögð og hefur auga fyrir umbótatækifærum. Í starfinu felast mikil samskipti við starfsfólk og aðila utan þings.
Nánari upplýsingar um vinnustaðinn og verkefni nefnda- og greiningarsviðs má finna á vef þingsins.
-
Boðun funda og gesta fastanefnda
-
Skráning og úrvinnsla skjala, gagna og upplýsinga
-
Aðstoð við skipulagningu starfs fastanefnda
-
Þátttaka í þróun verkefna og verklags
-
Önnur verkefni sem tengjast störfum sviðsins
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi
-
Farsæl reynsla af sambærilegu starfi er kostur
-
Mjög góð tæknikunnátta og hæfni til að velja og nýta tæknilausnir á markvissan hátt
-
Reynsla af skjalavistun er kostur
-
Fáguð framkoma, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
-
Gróskuhugarfar og vilji til að bæta verklag, vinnubrögð og vinnustaðinn
-
Jákvæðni og og geta til að halda ró og yfirvegun þegar mikið liggur við
-
Frábær skipulagshæfni og frumkvæði
- Mjög gott vald á íslensku og góð færni í ensku













