
Norðurþing
Norðurþing er sveitarfélaga á norðausturlandi sem varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps. Norðurþing er víðfemt sveitarfélaga og þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu; Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Auk þess eru sveitirnar Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfjörður. Íbúar eru um 3.200 talsins.
Verkefnastjóri atvinnuuppbyggingar
Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka með starfsstöð í Norðurþingi.
Grænn iðngarður á Bakka hefur verið í þróun undanfarin ár og framundan er samningagerð um næstu stóru uppbyggingarverkefni á svæðinu.
Leitað er að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi með góða innsýn í fjárfestingar og hvað þarf til að koma umfangsmiklum verkefnum á legg. Hlutverk verkefnastjóra er að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu.
Ráðningin er til tveggja ára og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og samhæfing græns iðngarðs á Bakka, sveitarfélagsins og lykil hagaðila
- Stuðningur við fjárfesta
- Samhæfing hringrásarverkefna
- Markaðssetning og fjárfestingarsókn
- Samfélagsleg samþætting
- Efling þekkingar og menntunar í samstarfi við hagaðila
- Önnur verkefni sem viðkomandi eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur
- Farsæl og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af fjárfestingarverkefnum og samskiptum við fjárfesta og aðra hagaðila mikill kostur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Áhugi á nýsköpun, orku- og umhverfismálum
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti
- Reynsla af samningatækni og samningagerð er kostur
- Góð færni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun
- Þrautseigja, drifkraftur og framsýni
- Geta og vilji til einstaklings- og teymisvinnu
Auglýsing birt20. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Norðurþing
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturMannleg samskiptiSamningagerðSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Verkefnisstjóri - Iðnaðarsvið
Verkís

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá VEX
VEX

Sérfræðingur í verkefnastýringu sölu og þjónustu á lífeyris- og verðbréfamarkaði
Arion banki

Verkefnisstjórar á skrifstofu Sálfræðideildar
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Viltu hafa áhrif á áhættustýringu stærstu framkvæmda landsins?
Landsvirkjun

Verkefnastjóri á fasteignasvið Bláa Lónsins
Bláa Lónið