

Sérfræðingur í verkefnastýringu sölu og þjónustu á lífeyris- og verðbréfamarkaði
Teymi sölu og þjónustu fagfjárfesta óskar eftir öflugum sérfræðingi í greiningu gagna og verkefnastýringu sölu og þjónustu. Starfið er á sviði markaða og heldur teymið utan um sölu og þjónustu fagfjárfesta á fjölbreyttu sviði erlendra fjárfestinga sem og sölu og þjónustu lífeyrisafurða og fjárfestinga einstaklinga í innlendum og erlendum sjóðum.
Starfið felst í þróun og eftirfylgni með sölustefnu lífeyrisafurða og fjárfestinga einstaklinga í innlendum sem og erlendum sjóðum. Í því felst einnig virk þátttaka í stafrænni þróun þessara vöruflokka. Áhersla er lögð á mótun verklags og skilgreiningu vinnuferla, bæði varðandi sölu og eftirfylgni með settum markmiðum og lykilárangursmælikvörðum. Jafnframt felst í starfinu greining á gögnum og framsetning upplýsingaefnis í samstarfi við innlend og erlend sjóðastýringafyrirtæki, auk þátttöku í þróun þjónustu og nýsköpun á þessu sviði.
-
Reynsla af verkefnastýringu
-
Góð færni í greiningu og framsetningu gagna
-
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisvinnu
-
Gott vald í töluðu og rituðu máli, jafnt á íslensku sem og ensku
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Íslenska
Enska










