VEX
VEX

Sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá VEX

VEX leitar að metnaðarfullum einstaklingi í öflugt teymi.

Af hverju VEX?
VEX rekur framtakssjóði og fjárfestir í fjölbreyttum fyrirtækjum þar sem félagið er að jafnaði meirihlutaeigandi eða stærsti einstaki hluthafinn. VEX fjárfestir til langs tíma og vinnur náið með stjórnendum að því að byggja upp öflug fyrirtæki. Hjá VEX starfar reynslumikill hópur starfsmanna sem byggt hefur upp gott orðspor í framtaksfjárfestingum. Í dag starfa sjö starfsmenn hjá VEX. Gildi VEX eru vaxtarhugarfar, samstarf og höfum áhrif. Gildin koma fram í öllu starfi félagsins og endurspeglast í þeirri nálgun sem beitt er við uppbyggingu félaga í eignasafni félagsins.


Hlutverk og ábyrgð

Sem sérfræðingur hjá VEX tekur þú þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem snúa að fjárfestingum, rekstri og samskiptum við fjárfesta. Meðal verkefna eru:

  • Gagnaöflun, greining atvinnugreina og markaða

  • Mat á fjárfestingakostum, gerð virðismata og þátttaka í fjárfestingarferlum

  • Gerð og framsetning kynningarefnis

  • Samskipti og vinna með félögum í eignasafni

  • Eftirfylgni lykilmælikvarða og greining á rekstrarniðurstöðum félaga í eignasafni

  • Vinna við skýrslugjöf til fjárfesta

VEX er lítið og samstillt teymi sem þýðir að þú færð tækifæri til að taka beinan þátt í verkefnum frá fyrsta degi, bera ábyrgð og læra hratt.

Þekking, hæfni og reynsla
Leitað er að einstaklingi sem hefur einlægan áhuga á rekstri fyrirtækja og fjárfestingum. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir góðri greiningarhæfni, faglegum vinnubrögðum, geti sett fram gögn með skýrum hætti og hefur getu til að vinna sjálfstætt. Vaxtarhugarfar, metnaður og vilji til að læra og þróast eru eiginleikar sem skipta miklu máli í þessu starfi. Viðkomandi einstaklingur þarf að hafa háskólamenntun og 2-5 ára viðeigandi starfsreynslu.

Umsóknarfrestur er til og með 23. Nóvember.

Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi í einu skjali sem lýsir hæfni og getu til að takast á við fjölbreytt og hraðvirkt starfsumhverfi.

Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Pétur Sæmundsson hjá Brú Talent, [email protected]
Bestla Baldursdóttir hjá Brú Talent, [email protected]

Auglýsing birt14. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Klapparstígur 29, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar