Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild

Háskólinn í Reykjavík leitar að verkefnastjóra í Tölvunarfræðideild. Þrír verkefnastjórar starfa á skrifstofu tölvunarfræði auk skrifstofustjóra. Skrifstofan vinnur í nánu samstarfi við deildarforseta, kennara og stoðdeildir skólans.

Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.

STARFSSVIÐ

  • Þjónusta og samskipti við nemendur og starfsfólk deildar
  • Umsjón og skipulag námsleiða við deildina í samvinnu við forstöðumenn og aðrar deildir
  • Skráning námskeiða, kennara og kennslubóka
  • Umsjón með efni á vef deildarinnar
  • Umsjón með stundatöflugerð, umsóknarferli og gerð kennsluskrár
  • Ýmiskonar gagnaöflun
  • Þátttaka í kynningu á náminu, t.d. á nýnemadögum og Háskóladeginum

HÆFNISKRÖFUR

  • Grunn-háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Mikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku bæði í tali og rituðu máli
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík.

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Fyrir frekari upplýsingar er áhugasömum boðið að hafa samband við Henning Úlfarsson ([email protected]) eða mannauðsdeild ([email protected]).

Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur3. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar