

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík leitar að verkefnastjóra í Tölvunarfræðideild. Þrír verkefnastjórar starfa á skrifstofu tölvunarfræði auk skrifstofustjóra. Skrifstofan vinnur í nánu samstarfi við deildarforseta, kennara og stoðdeildir skólans.
Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.
STARFSSVIÐ
- Þjónusta og samskipti við nemendur og starfsfólk deildar
- Umsjón og skipulag námsleiða við deildina í samvinnu við forstöðumenn og aðrar deildir
- Skráning námskeiða, kennara og kennslubóka
- Umsjón með efni á vef deildarinnar
- Umsjón með stundatöflugerð, umsóknarferli og gerð kennsluskrár
- Ýmiskonar gagnaöflun
- Þátttaka í kynningu á náminu, t.d. á nýnemadögum og Háskóladeginum
HÆFNISKRÖFUR
- Grunn-háskólapróf sem nýtist í starfi
- Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Mikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
- Góð kunnátta í íslensku og ensku bæði í tali og rituðu máli
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík.
Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Fyrir frekari upplýsingar er áhugasömum boðið að hafa samband við Henning Úlfarsson ([email protected]) eða mannauðsdeild ([email protected]).
Enska
Íslenska










