Atlantik
Atlantik
Atlantik

Starf í bókhaldi

Við hjá Atlantik leitum að lausnamiðuðum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi til að styrkja bókhaldsteymið okkar. Um er að ræða starf í kraftmiklu og fjölbreyttu umhverfi ferðaþjónustu þar sem nákvæmni, þjónustulund og góð samskipti skipta miklu. Starfið er unnið í samheldnu 4 manna bókhaldsteymi sem þjónustar alla starfsemi fyrirtækisins. Bókhaldið gegnir lykilhlutverki í starfsemi sem felur í sér fjölbreytt verkefni, mikinn fjölda birgja og umfangsmikla hreyfingu fjárstreymis. Í bókhaldinu er unnið náið með verkefnastjórum og þjónustuaðilum um land allt. Vinnutími og starfshlutfall er sveigjanlegt.

Atlantik er eitt af elstu og rótgrónustu fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, og hefur áratugalanga reynslu sem leiðandi Destination Management Company (DMC) á Íslandi. Fyrirtækið þjónustar árlega yfir 100.000 ferðamenn, sérhæfir sig í skemmtiferðaskipaþjónustu, MICE-viðburðum (fundir, hvataferðir, ráðstefnur og viðburðir) og lúxusferðalögum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn bókhaldsstörf
  • Rafræn reikningsvinnsla og utanumhald gagna
  • Móttaka og skráning reikninga í lánadrottnakerfi til samþykktar
  • Almennar afstemmingar og eftirfylgni
  • Önnur tilfallandi bókhaldsverkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Grunnþekking í bókhaldi er æskileg
  • Kunnátta í DK bókhaldskerfi er kostur
  • Reynsla af launavinnslu er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð samskiptafærni og jákvætt hugarfar
Fríðindi í starfi
  • Faglegt, hlýlegt og samheldið teymi
  • Fjölbreytt og lærdómsrík verkefni
  • Lifandi alþjóðlegt starfsumhverfi
  • Tækifæri til að þróa hæfni og vaxa í starfi
  • Öflugt félagslíf og reglulegir viðburðir
  • Góð vinnuaðstaða og sveigjanlegur vinnutími
Auglýsing birt10. janúar 2026
Umsóknarfrestur21. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GjaldkeriPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Uppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar