Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Gjaldkeri og launafulltrúi

Ert þú nákvæm og töluglögg manneskja sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum?

Öflugt teymi fjármálasviðs Hörpu leitar að gjaldkera og launafulltrúa í fullt starf.

Gjaldkeri og launafulltrúi Hörpu sinnir almennum gjaldkerastörfum og móttökuskráningu reikninga fyrir félög í samstæðu Hörpu auk þess að bera ábyrgð á skráningu upplýsinga í launa- og tímaskráningarkerfi og mánaðarlegri launavinnslu.

Um er að ræða fjölbreytt ábyrgðarstarf fyrir einstakling sem er lipur í mannlegum samskiptum, tilbúinn að tileinka sér nýjungar og hefur metnað til að ná góðum árangri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn gjaldkerastörf, innheimta og afstemmingar
  • Móttaka reikninga og ráðningarsamninga, skráning og skjölun
  • Umsjón með launa- og tímaskráningarkerfum 
  • Mánaðarleg launavinnsla og úrvinnsla 
  • Greining og úrvinnsla tölulegra upplýsinga og annarra gagna
  • Þátttaka í umbótaverkefnum á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptatengd menntun
  • Lágmark 4 ára starfsreynsla sem nýtist í starfið
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta og mikil færni í Excel 
  • Þekking og reynsla af launa- og tímaskráningarkerfum
  • Þekking á kjarasamningum 
  • Reynsla af umbóta- og teymisvinnu er kostur 
  • Mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku 
  • Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð 
Fríðindi í starfi

Samgöngusamningur eða bílastæði, gott mötuneyti, símastyrkur, íþróttastyrkur og frábært starfsmannafélag 

Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur20. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar