

Launafulltrúi
Festi hf. leitar að skipulögðum og nákvæmum launafulltrúa til starfa í öflugu mannauðsteymi samstæðunnar þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, trúnað og góða þjónustu.
Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Starfsemi móðurfélagsins snýr að fjárfestingum og stoðþjónustu við dótturfélögin, ELKO, Krónuna, N1, Lyfju, Yrki fasteignir og Bakkann vöruhótel. Hlutabréf Festi hf. eru skráð í Kauphöll Íslands og velta félagsins árið 2024 var 157 milljarðar. Starfsfólk Festi og rekstrarfélaga eru samtals um 2.800 á starfsstöðvum um allt land.
Festi leggur áherslu á að skapa spennandi og líflegt starfsumhverfi þar sem hæfileikar einstaklingsins fá að njóta sín.
Helstu verkefni:
· Umsjón með launavinnslu og tengdum verkferlum
· Útreikningur launa, yfirvinnu, orlofs og annarra launatengdra þátta
· Umsjón með skilum til opinberra aðila, lífeyrissjóða og stéttarfélaga
· Skráning og viðhald launatengdra upplýsinga í kerfum
· Samskipti við starfsfólk, stjórnendur og ytri aðila vegna launamála
· Þátttaka í umbótum og þróun verkferla á sviði launamála
Hæfniskröfur:
· Reynsla af launavinnslu er skilyrði
· Góð tölvu- og kerfisþekking, reynsla af H3 og MyTimePlan kostur
· Þekking á kjarasamningum og vinnurétti
· Mjög góð færni í meðferð trúnaðarupplýsinga
· Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
· Góð samskiptahæfni og þjónustulund
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Skúli Sveinsson hópstjóri launadeildar Festi, [email protected].
Íslenska
Enska
