
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Sérfræðingur í rafkerfum
Við leitum að öflugum hönnuði til að leiða hönnunarteymi rafkerfa í stórum verkefnum. Fagstjóri hönnunarteymis leiðir verkefnahóp og ber jafnframt ábyrgð á úrlausn flókinna verkefna, samræmingu við verkkaupa, skipulagningu verkefnavinnu og samvinnu við önnur teymi.
Starfið tilheyrir rafkerfa- og lýsingahópi á Byggingasviði. Verkefni sviðsins felast í hönnun flókinna mannvirkja, s.s. sjúkrahúsa, íþróttahúsa, flugstöðvabygginga, opinberra bygginga og skóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lykilhönnuður rafkerfa mannvirkja á Íslandi og erlendis frá frumhönnun til verkloka
- Leiðir verkefnahóp og ber ábyrgð á hönnun rafkerfa
- Sinnir samskiptum við viðskiptavini varðandi faglega úrlausn verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í rafmagns- eða hátækniverkfræði
- Minnst þriggja ára starfsreynsla við hönnun rafkerfa
- Reynsla í notkun hönnunar og teikniforrita, t.d. Revit
- Reynsla í hönnun á smáspennukerfum (fjarskipta- og öryggiskerfum) er kostur
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur
- Þekking á BIM aðferðarfræði og notkun líkana við hönnun
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og áræðni í starfi
Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (11)

Sérfræðingar í hönnun raflagna
Hnit verkfræðistofa

Kerfisfræðingur/sérfræðingur á Tækjabúnaðardeild
Vegagerðin

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet

Rafvirki með áhuga á tækni og þróun
Orkusalan

Application Engineer – Audio AI, Signal Processing & Simulation
Treble Technologies

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies

Verkefnastjóri tækja og búnaðar - Nýr Landspítali
Nýr Landspítali ohf.

Deildar og tæknistjóri rafmagnsdeildar
Frumherji hf

Skoðunarmaður í rafmagnsdeild
Frumherji hf

Rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur í háspennu og orkumannvirkjum
Lota

Ráðgjafi og Virknistjóri Kerfisbundins frágangs (Commissioning)
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.