
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Útibússtjóri Verkís á Vesturlandi
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að leiða starfsemi Verkís á Vesturlandi, með aðsetur á Akranesi eða í Borgarnesi.
Leitað er að verkfræðingi, tæknifræðingi eða byggingafræðingi með reynslu af verkefnastjórnun, hefur góða yfirsýn yfir framkvæmda- og hönnunarferla og býr yfir góðum stjórnunar-, samskipta- og skipulagshæfileikum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarhlutverk þar sem rík áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, öfluga þjónustu og jákvætt samstarf. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og ensku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og rekstur starfsstöðvar Verkís á Vesturlandi
- Mannaforráð starfsstöðvar á Vesturlandi
- Markaðsmál, verkefnaöflun og tilboðs- og áætlanagerð
- Leiðsögn og stuðningur við starfsfólk
- Skipulag og eftirfylgni með verkefnum og verklagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða rekstri
- Frumkvæði, skipulagshæfni og faglegur metnaður
- Góð samskipta- og leiðtogahæfni
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ByggingafræðingurTæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi – Stefnumótun og rekstrarráðgjöf
Deloitte

Innkaupastjóri - Verkefnastjóri við opinber innkaup Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf.

Framleiðsluverkfræðingur - Liners | Össur
Embla Medical | Össur

Viltu móta framtíð fjarskiptainnviða Íslands? Sérfræðingur í fjarskiptainnviðum og tíðnisviðum
Fjarskiptastofa

Verkefnastjórar óskast: Hönnun og framkvæmdaráðgjöf
Hnit verkfræðistofa

BIM sérfræðingar óskast
Hnit verkfræðistofa

Sérfræðingar í hönnun lagna og loftræsingar
Hnit verkfræðistofa

Sérfræðingar í burðarþolshönnun mannvirkja
Hnit verkfræðistofa

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmda
Garðabær

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa