

Rafvirki með áhuga á tækni og þróun
Orkusalan leitar að áhugasömum og jákvæðum rafvirkja til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum við að byggja upp framtíðarinnviði fyrir rafbílahleðslur.
Starfið er mjög fjölbreytt og felur m.a. í sér uppsetningu, rekstur og viðhald hleðslustöðva, sem og að taka þátt í uppbyggingu á hugbúnaðar- og snjalllausnum fyrir hleðslukerfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Uppsetning, tengingar og viðhald hleðslustöðva fyrir rafbíla
- Bilanagreining bæði í vélbúnaði og hugbúnaði
- Þáttaka í prófunum, uppfærslu og stillingum hugbúnaðar í hleðslustöðvum
- Samskipti við viðskiptavini og samstarf við tæknifólk í hugbúnaði og innviðum
- Tryggja öryggi, gæði og að verklag samræmist gildandi stöðlum og reglum
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. sveinspróf í rafvirkjun eða önnur sambærileg tæknimenntun
- Grunnþekking eða áhugi á tækniþróun
- Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
- Vöndu vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Góð stafræn hæfni
Hjá Orkusölunni starfa um 30 einstaklingar. Við vinnum af fagmennsku og heilindum, leitum stöðugt leiða til að vaxa og nýta tækifæri til nýsköpunar, og leggjum áherslu á jákvætt, hvetjandi starfsumhverfi þar sem gleðin fær að njóta sín.
Orkusalan er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, góðum starfsanda og liðsheild. Ef þú vilt kynnast starfsfólki Orkusölunnar betur þá mælum við með að skoða Stuðprófílana.
Umsóknarfrestur er til 19. janúar
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með umsóknum hafa Unnur Ýr Konráðsdóttir ([email protected]) og Auður Bjarnadóttir ([email protected]) hjá Vinnvinn.
Enska
Íslenska










