
Securitas
Securitas er þjónustufyrirtæki og er starf okkar að auka öryggi viðskiptavina með gildin okkar að leiðarljósi sem eru árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi.
Hjá okkur starfa um 500 manns, flestir starfa á höfuðborgarsvæðinu en Securitas heldur úti þremur útibúum, á Akureyri, Eskifirði og Reykjanesi. Starfsfólkið samanstendur af fjölbreyttum og öflugum hóp fólks með ýmiskonar bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og búum þannig til umhverfi sem okkur öllum líður vel í. Umhverfið okkar er allt í senn krefjandi og skemmtilegt og hér er góð liðsheild sem skilar sér í meiri árangri og líflegri menningu og leggjum við mikla áherslu á samvinnu og fagmennsku. Það er gaman í vinnunni, mikið hlegið og við hjálpumst öll að við að gera dag hvers annars betri.
Securitas leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem eflir það og styrkir. Við erum stolt af því hversu margir hafa fengið að vaxa og þróast í starfi hjá Securitas, en hér er möguleiki á öflugri starfsþróun og tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma.
Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum. Við tryggjum það að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.

Tæknifólk-aðgangsstýringar
Tækifæri fyrir lausnamiðað og tæknisinnað fólk.
Securitas leitar að öflugu tæknifólki til að styrkja teymið okkar.Starfið felur í sér fjölbreytta tækniþjónustu, lagnir, uppsetningar á aðgangs- og innbrotakerfum ásamt forritun. Þú munt vinna sjálfstætt og í nánu samstarfi við reynslumikið teymi þar sem þjónustulund og lausnamiðuð nálgun skipta máli.
Við leitum að einstaklingi sem...
- hefur brennandi áhuga á tækninýjungum og góða almenna tækniþekkingu
- sýnir frumkvæði og metnað til að takast á við krefjandi verkefni
- býr yfir framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
- hefur gott vald á talaðri og skrifaðri íslensku
- býr yfir góðri verklegri færni
- með talsvert góða tölvuþekkingu
- sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun er kostur en að lágmarki hafa lokið grunnnámi
Í boði er fullt starf, vinnutíminn er 08:00–16:00 mánudaga til fimmtudags og stytting vinnuvikunnar á föstudögum. Starfið hentar öllum kynjum sem eru með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini.
📅 Umsóknarfrestur er til og með 25.janúar nk.
📞 Nánari upplýsingar veitir Andri Stefánsson, deildarstjóri, í síma 580-7000.
Fríðindi í starfi
- Fatnaður og verkfæri
- Fimm stjörnu mötuneyti með matreiðslumeistara og matráði
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þeirri þekkingu sem til þarf
- Öflugt starfsmannafélag
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Tunguháls 11, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiRafeindavirkjunRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Rafvirki með áhuga á tækni og þróun
Orkusalan

Þjónusta og viðhald tækjabúnaðar
Fastus

Þúsundþjalasmiður / tæknimaður
Gluggar og Garðhús

Rafvirki, Rafmagnstæknifræðingur!
Þelamörk

Ljósleiðaratæknimaður - Norðurland
Netkerfi og tölvur ehf.

Bifvélavirki/Auto mechanic
Bílaver ÁK ehf.

brafa leitar að rafvirkjum
brafa

Söluráðgjafi
Rubix og Verkfærasalan

Rafvirki í sérverkefni!
Securitas

Rafvirkjar og vélvirkjar / Electricians and Mechanics
Alcoa Fjarðaál

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Lýsi

Rafeindavirki á verkstæði
Luxor