
Heimar
Við sköpum nútímalega, sjálfbæra borgarkjarna sem nærast á drifkrafti mannlegra samskipta
Heimar er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði á Íslandi. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands.
Starfsfólk starfar á fimm starfsstöðvum við fjölbreytt störf og hefur starfsánægja aldrei mælst hærri. Með því að leggja áherslu á velferð og öryggi starfsfólks ásamt jafnrétti, mannréttindum, jöfnum launum kynja, heilsuvelferð og þekkingaröflun starfsfólks trúum við því að Heimar sé góður og eftirsóknarverður vinnustaður.

Sérfræðingur í fasteignarekstri
Heimar leita að metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi í starf sérfræðings í fasteignarekstri. Í boði er fjölbreytt og lifandi starf í góðum og samheldnum hópi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á fjárhagslegum uppgjörum og áætlunum húsfélaga.
- Kostnaðarstýring og eftirfylgni áætlana, m.a. stýring á þjónustusamningum vegna reksturs í fasteignum.
- Undirbúningur, stýring og utanumhald rekstrarverkefna og minni viðhaldsverkefna.
- Samskipti við viðskiptavini, leigutaka, verktaka og aðra hagsmunaaðila.
- Þátttaka í ýmsum starfs- og verkefnahópum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi, t.d. við bókhaldsstörf.
- Góð hæfni til að vinna með tölulegar upplýsingar.
- Góð greiningarhæfni og hæfni til að miðla upplýsingum á skilvirkan hátt.
- Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Auglýsing birt24. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Gjaldkeri
Eignaumsjón hf

Starf á fjármálasviði
Eignaumsjón hf

Vilt þú slást í hóp sérfræðinga á fjármálasviði Origo?
Origo ehf.

Bókari
Heimar

Viðskiptastjóri á matvörumarkaði
Coca-Cola á Íslandi

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.

Kerfissérfræðingur / System Data Specialist
Travel Connect

Laust starf á skrifstofu Hveragerðisbæjar
Hveragerðisbær

Reynslumikill Business Central ráðgjafi
Origo ehf.

Fjármálastjóri
Borgarbyggð

Sérfræðingur í fjármálum, greiningum og áætlanagerð
Fjármála og efnahagsráðuneytið