Víking Brugghús CCEP á Íslandi
Víking Brugghús CCEP á Íslandi
Víking Brugghús CCEP á Íslandi

Markaðsstjóri Víking brugghúss

Coca-Cola á Íslandi leitar að metnaðarfullum, framsýnum og árangursdrifnum leiðtoga til þess að leiða markaðsstarf Víking brugghúss. Viðkomandi mun móta stefnu, framtíðarsýn og bera ábyrgð á að leiða vörumerki til árangurs.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra markaðssviðs og vinnur þétt með öðrum stjórnendum fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun og framkvæmd heildstæðrar markaðsstefnu fyrir vörur Víking brugghús
  • Yfirumsjón með markaðs- og söluáætlunum fyrir vörumerkið
  • Framkvæmd, skipulagning og eftirfylgni með árangri markaðsherferða og sölu á vörumerkjum Víking brugghúss
  • Greining gagna til ákvarðanatöku
  • Leita leiða til að vaxa á markaði
  • Ábyrgð á framleiðslu, framsetningu og gæðum markaðsefnis
  • Þátttaka í mótun á stefnu fyrirtækisins
  • Faglegur leiðtogi og stuðningur við önnur hlutverk og deildir til árangurs í  markaðssetningu og árangri vörumerkisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í markaðsfræði, viðskiptafræði eða annað sem nýtist í starfi
  • Þekking, reynsla, og brennandi áhugi á markaðs-og viðskiptastjórn
  • Fagleg þekking á vörumerkjastjórn og reynsla af stefnumótun
  • Greiningarhæfni og reynsla af markaðs- og söluáætlunum og reynsla af vinnu með markaðsgögn.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg
  • Góð tæknikunnátta
  • Reynsla úr alþjóðlegu umhverfi er kostur
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar