
Víking Brugghús CCEP á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður sem hefur djúpar rætur og 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Víking Brugghús á Akureyri er mikilvægur hluti af fyrirtækinu þar sem við bruggum og framleiðum okkar gæðabjór. Við bjóðum upp spennandi og lífilegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsmanna. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og eru starfsmenn hvattir til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum.

Markaðsstjóri Víking brugghúss
Coca-Cola á Íslandi leitar að metnaðarfullum, framsýnum og árangursdrifnum leiðtoga til þess að leiða markaðsstarf Víking brugghúss. Viðkomandi mun móta stefnu, framtíðarsýn og bera ábyrgð á að leiða vörumerki til árangurs.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra markaðssviðs og vinnur þétt með öðrum stjórnendum fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun og framkvæmd heildstæðrar markaðsstefnu fyrir vörur Víking brugghús
- Yfirumsjón með markaðs- og söluáætlunum fyrir vörumerkið
- Framkvæmd, skipulagning og eftirfylgni með árangri markaðsherferða og sölu á vörumerkjum Víking brugghúss
- Greining gagna til ákvarðanatöku
- Leita leiða til að vaxa á markaði
- Ábyrgð á framleiðslu, framsetningu og gæðum markaðsefnis
- Þátttaka í mótun á stefnu fyrirtækisins
- Faglegur leiðtogi og stuðningur við önnur hlutverk og deildir til árangurs í markaðssetningu og árangri vörumerkisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í markaðsfræði, viðskiptafræði eða annað sem nýtist í starfi
- Þekking, reynsla, og brennandi áhugi á markaðs-og viðskiptastjórn
- Fagleg þekking á vörumerkjastjórn og reynsla af stefnumótun
- Greiningarhæfni og reynsla af markaðs- og söluáætlunum og reynsla af vinnu með markaðsgögn.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg
- Góð tæknikunnátta
- Reynsla úr alþjóðlegu umhverfi er kostur
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)

Markaðsfulltrúi
Dýrheimar

Markaðsfulltrúi
Félagsstofnun stúdenta

VERKEFNASTJÓRI MARKAÐS- OG KYNNINGARMÁLA
Eimur

Vörumerkjastjóri á Snyrtivörusviði
Nathan hf.

Markaðsfulltrúi
Heilsa

Starf við Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga

Sölufulltrúi í heildverslun
Sport Company ehf.

Markaðsstjóri
Icelandia

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Sérfræðingur í markaðsmálum
Krónan

Þjónustufulltrúi
Maul