Icelandia
Icelandia
Icelandia

Markaðsstjóri

Icelandia leitar að markaðsstjóra í tímabundið starf. Staðan felur í sér að leiða markaðsdeild fyrirtækisins og stýra markaðssetningu sex ólíkra vörumerkja á alþjóðlegum markaði hjá einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Meðal vörumerkja fyrirtækisins eru Flybus, Reykjavik Excursions (Kynnisferðir), DIVE.IS, Gray Line Iceland, Activity Iceland og Íslenskir fjallaleiðsögumenn.

Starfið er yfirgripsmikið, fjölbreytt og krefjandi á síbreytilegum, alþjóðlegum markaði og ætti að veita réttum einstaklingi mikla reynslu af innlendu og erlendu markaðsstarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegum störfum markaðsdeildar og ábyrgð á forgangsröðun, skipulagi og framgangi verkefna. 

  • Uppbygging og markaðssetning vörumerkja Icelandia, þar á meðal stefnu, tón og ásýnd.  

  • Stjórnun og eftirfylgni á sölu- og markaðsstarfi á vefum Icelandia. 

  • Yfirumsjón með efnisgerð og uppfærslu á efni og vörum á stafrænum miðlum (vefir og samfélagsmiðlar). 

  • Nýting og greining gagna til að meta árangur og leggja fram tillögur að úrbótum 

  • Umsjón með framleiðslu markaðsefnis 

  • Samskipti við auglýsingastofur. 

  • Stýring á stafrænu markaðsstarfi.

  • Leitarvélabestun (SEO) og leitarvélamörkun (SEM). 

  • Display herferðir og remarketing. 

  • Markpóstar. 

  • Hönnun og prófun lendingarsíðna. 

  • Gerð og framfylgd markaðsáætlunar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. 

  • Þátttaka í vöruþróun. 

  • Innri markaðssetning í samráði við mannauðs- og gæðasvið 

  • Umsjón með samræmi, gæðum og fagmennsku í allri miðlun Icelandia út á við. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. markaðsfræði, viðskiptafræði og tengdar greinar. 

  • Reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg.  

  • Yfirgripsmikil þekking á SEO, SMO, SOME og tengdum greiningartólum. 

  • Reynsla af teymisstjórnun og verkefnastýringu er mjög æskileg.  

  • Nákvæm, sjálfstæð og skilvirk vinnubrögð.  

  • Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.  

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og góð leiðtogahæfni.  

Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni í öflugu markaðsteymi. 

  • Sveigjanleiki í vinnuumhverfi og framúrskarandi starfsandi. 

  • Líkamsræktarstyrkur, sálfræðistyrkur og möguleikar á símenntun. 

Auglýsing birt4. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.Facebook Business ManagerPathCreated with Sketch.GooglePathCreated with Sketch.Google AdsPathCreated with Sketch.Google AnalyticsPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MailchimpPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vörumerkjastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar